Tékkar áfram en Ungverjar án stiga

Ondrej Zdrahala var markahæstur hjá Tékkum.
Ondrej Zdrahala var markahæstur hjá Tékkum. AFP

Tékkar tryggðu sæti sitt í milliriðli Evrópumótsins í handknattleik eftir sigur á Ungverjalandi, 33:27, í D-riðli mótsins í dag.

Tékkar voru með forskot í hálfleik 15:11 og sýndu enga veikleika eftir hlé. Þegar yfir lauk munaði svo sex mörkum á liðunum, lokatölur 33:27 fyrir Tékka.

Ondrej Zdrahala fór á kostum hjá Tékkum og skoraði 14 mörk en Mate Lekai var markahæstur hjá Ungverjum og skoraði 9 mörk.

Ungverjar eru án stiga í riðlinum og eru úr leik en Tékkar unnu Dani 28:27 og eru öruggir áfram. Spánn og Danmörk mætat í lokaleik riðilsins klukkan 19.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert