Þjálfaramálin skoðuð á næstu dögum

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður hans.
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari og Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarmaður hans. mbl.is/Eggert

Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segir að nú sé boltinn hjá HSÍ en samningur Geirs rennur út á næstunni. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir framhaldið ekki hafa verið rætt en býst við því að það verði á næstu dögum. 

Róbert segir stjórn HSÍ vera með málið á sinni könnu. Geir segist hafa sýnt áhuga á því að halda áfram störfum síðasta sumar og látið stjórn HSÍ vita af því. Hann hafi ekki fengið endanlegt svar en á honum mátti skilja í kvöld að hann hefði enn þá áhuga á því að halda áfram störfum sem landsliðsþjálfari þegar mbl.is ræddi við hann.

Rætt er við Geir um niðurstöðuna á EM í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kemur út í fyrramálið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert