Danir geta andað léttar

Niklas Landin ver skot í leiknum gegn Tékkum.
Niklas Landin ver skot í leiknum gegn Tékkum. AFP

Danir geta andað léttar því meiðsli markvarðarins Niklas Landin sem hann varð fyrir í sigurleik Dana gegn Spánverjum á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu í gærkvöld eru ekki alvarleg.

Landin þurfti að hætta leik í gær vegna meiðsla í nára en á fréttamannafundi í morgu upplýsti Nikolaj Jakobsen þjálfari Dana að meiðslin væru ekkert vandamál og að Landin getur haldið áfram að spila á mótinu. Jannick Green tók stöðu Landins í markinu og átti frábæran leik en Danir lönduðu þriggja marka sigri, 25:22.

Danir mæta Slóvenum í milliriðlinum á morgun og leika síðan gegn Þjóðverjum og Makedóníumönnum. Staðan í milliriðli tvö sem hefst á morgun er þannig:

3 Makedónía
2 Danmörk
2 Þýskaland
2 Tékkland
2 Spánn
1 Slóvenía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert