Leynivopnið virkaði hjá Dönum

Henrik Toft Hansen og Peter Balling Christtensen, til hægri, fagna …
Henrik Toft Hansen og Peter Balling Christtensen, til hægri, fagna sigrinum gegn Spánverjum í gærkvöld. AFP

Skyttan Peter Balling Christensen var kallaður inn í danska landsliðshópinn í stað línumannsins Anders Zachariassen fyrir leikinn gegn Spánverjum í lokaumferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í Króatíu í gærkvöld.

Ekki er hægt að segja annað en að Christensen hafi nýtt tækifærið vel og hafi verið leynivopn Dana í leiknum því hann fór á kostum og var markahæsti leikmaður Dana í leiknum með 8 mörk en Danir unnu góðan sigur, 25:22.

„Hann átti ótrúlegan leik og var hreint út sagt frábær. Peter er fljótur leikmaður og það virkaði vel að hafa hann gegn vörn Spánverjanna. Stundum verður þú að hafa heppnina með þér sem þjálfari þegar þú velur leikmann,“ sagði Nikolaj Jakobsen þjálfari Dana eftir leikinn.

Dan­ir, Spán­verj­ar og Tékk­ar fara öll áfram með tvö stig í mill­iriðla en all­ar þjóðirn­ar enduðu með fjög­ur stig í D-riðlin­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert