Liðin sem Ísland getur mætt í umspili fyrir HM

Aron Pálmarsson í leiknum gegn Króötum á EM.
Aron Pálmarsson í leiknum gegn Króötum á EM. Uros Hocevar,EHF

Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspili um sæti á HM í handknattleik 2019 en dregið verður í umspilinu þann 27. janúar.

Átján lið munu leika um níu sæti á HM í júnímánuði. Verðandi Evrópumeistarar komast beint á HM, sem og heimsmeistarar Frakka og gestgjafarnir sem eru Danir og Þjóðverjar. Þangað fara síðan níu lið úr umspilinu. Í efri styrkleikaflokknum þar verða liðin sem enda í sætum eitt til þrettán, að frádregnum þeim fjórum sem þegar eru komin með HM-sæti.

Liðin sem Ísland getur mætt eru:

Ungverjaland
Austurríki
Svartfjallaland
Rússland
Litháen
Rúmenía
Portúgal
Holland
Bosnía

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert