Tveir Svíar í liði mótsins hingað til

Jesper Nielsen er í úrvalsliðinu.
Jesper Nielsen er í úrvalsliðinu. AFP

Eftir að riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik lauk í gær er búið að taka saman lið mótsins hingað til miðað við tölfræði leikmanna í riðlunum.

Á heimasíðu mótsins birtist í dag lið EM til þessa og á aðeins Svíþjóð fleiri en einn fulltrúa í liðinu, sem er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Mark: Mikael Appelgren (Svíþjóð)
Hægra horn: Kristian Bjornsen (Noregur)
Hægri skytta: Dika Mem (Frakkland)
Leikstjórnandi: Miha Zarabec (Slóvenía)
Vinstri skytta: Ondrej Zdrahala (Tékkland)
Vinstra horn: Uwe Gensheimer (Þýskaland
Lína: Jesper Nielsen (Svíþjóð)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert