Þjálfari Króata fær peningasekt

Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króata.
Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króata. AFP

Lino Cervar, landsliðþjálfari karlaliðs Króata í handbolta, var í dag sektaður um 3.000 evrur, eða tæpar 380.000 íslenskar krónur, fyrir óíþróttamannslega framkomu í leik Króata og Hvít-Rússa á Evrópumótinu í Króatíu í gær.

Cervar greip þá í leikmann Hvít-Rússa ásamt því að hann fór inn á völlinn undir lok leiksins er sá síðarnefndi lagði af stað í sókn. Aganefnd mótsins kom saman í dag og komst að þeirri niðurstöðu að það væri refsivert. Í skýrslu sem nefndin sendi frá sér í kvöld kemur fram að reynslumikill þjálfari á borð við Cervar eigi að vita betur en að standa inn á vellinum og grípa í andstæðing. 

Cervar hefur frest til miðnættis til að áfrýja dómnum, hyggst hann gera það. 

Lino Cervar grípur í leikmann Hvít-Rússa.
Lino Cervar grípur í leikmann Hvít-Rússa.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert