Lærisveinar Kristjáns lágu gegn Frökkum

Nikola Karabatic sækir að marki Svía. Max Darj er til ...
Nikola Karabatic sækir að marki Svía. Max Darj er til varnar. AFP

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska karlalandsliðinu í handbolta urðu að sætta sig við 23:17-tap gegn Frökkum á Evrópumótinu í Króatíu í dag.

Vincent Gérard átti stórleik í marki Frakka. Hann varði 19 skot og var með 53% markvörslu. Cédric Sorhaindo var markahæstur með fimm mörk. Simon Jeppsson skoraði mest fyrir Svía eða fjögur mörk. 

Frakkar hafa unnið alla fjóra leiki sína á mótinu og eru í efsta sæti milliriðils 2 með sex stig. Svíar eru í fjórða sæti með fjögur stig. 

mbl.is