Áfall fyrir Þjóðverja á EM

Paul Drux.
Paul Drux. AFP

Þýskaland hefur orðið fyrir áfalli fyrir komandi átök á Evrópumótinu í handknattleik sem nú stendur yfir í Króatíu, en einn af leikmönnum liðsins mun ekki spila meira á mótinu.

Um er að ræða leikstjórnandann Paul Drux, sem er samherji Bjarka Más Elíssonar hjá Füchse Berlín. Drux meiddist í tapinu fyrir Danmörku í gær og gat ekki klárað leikinn, en hann sneri illa upp á hnéð og er úr leik.

Hinn 22 ára gamli Drux var sendur frá Króatíu í dag aftur til Berlínar þar sem hann mun gangast undir aðgerð og reiknað er með að hann verði frá í þrjá mánuði.

mbl.is