Frakkar skrefi nær undanúrslitunum

Luka Karabatic skoraði 7 mörk fyrir Frakka.
Luka Karabatic skoraði 7 mörk fyrir Frakka. AFP

Heimsmeistarar Frakka stigu í kvöld stórt skref í átt að undanúrslitunum á Evrópumótinu í handknattleik eftir stórsigur gegn Serbum, 39:30, í milliriðli eitt en liðin áttust við í Zagreb.

Það var jafnræði með liðunum fyrstu 10 mínútur leiksins en þá settu Frakkarnir í fluggírinn og voru 19:12 yfir eftir fyrri hálfleikinn. Það var aðeins formsatriði að ljúka leiknum og aðeins spurning hversu stór sigur Frakkanna yrði.

Frakkar hafa unnið alla leiki sína á mótinu og eru efstir í milliriðlinum með 8 stig, Króatar eru með 6, Svíar og Norðmenn 4 og lestina reka Hvít-Rússar og Serbar sem eru án stiga. Síðar í kvöld mætast Svíþjóð og H-Rússland.

Luka Karabatic og Raphael Caucheteux voru markahæstir í liði Frakka með 7 mörk hvor en hjá Serbum var Nemanja Zelenovic atkvæðamestur með 7 mörk og Petar Nenadic skoraði 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert