Lærisveinar Kristjáns í undanúrslitin

Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson. AFP

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar eru komnir í undanúrslitin á Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu.

Það var ljóst eftir sigur heimsmeistara Frakka gegn Króötum í kvöld, 30:27, en þeir gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og voru yfir í leikhléi, 19:13. Frakkar unnu riðilinn og hlutu 10 stig en þeir hafa unnið alla sína á mótinu og þykja mjög sigurstranglegir. Svíar, Króatar og Norðmenn enduðu allir með 6 stig en Svíar höfðu best í innbyrðisviðureignum liðanna og mæta Dönum í undanúrslitunum á föstudaginn.

Mörk Króatíu: Manuel Strlek 6, Ivan Cupic 5, Marko Mamic 5, Marko Kopljar 4, Luka Cindric 3, Marino Maric 2, Luka Stepancic 1, Stipe Mandalinic 1.

Mörk Frakklands: Nedim Remili 6, Kentin Mahe 5, Michael Guigou 4, Dika Mem 3, Luka Karabatic 3, Romain Lagarde 2, Nikola Karabatic 2, Adrien Dipanda 2, Luc Abalo 1, Cedric Sorhaindo 1, Valentin Porte 1.

Spánverjar tryggðu sér farseðilinn í undanúrslitin með sigri gegn ríkjandi Evrópumeisturum Þjóðverja, 31:27 en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um annað sætið í milliriðlinum. Spánverjar höfðu frumkvæðið allan tímann og sigldu fram úr með góðum leikkafla í byrjun seinni hálfleiks.

Mörk Þýskalands: Kai Hafner 5, Tobias Reichmann 4, Philipp Weber 4, Julius Kuhn 4, Uwe Gensheimer 2, Patrick Wiencek 2, Hendrik Pekeler 2, Patrick Groetzki 2, Jannik Kohlbacher 2.

Mörk Spánar: David Balaguer 6, Alex Dujshebaev 5, Ferran Sole 5, Eduardo Gurbindo 4, Raul Entrerrios 4, Julen Agunagalde 4, Daniel Sarmiento 2, Aitor Arino 1.

Í undaúrslitunum eigast við annars vegar Frakkar og Spánverjar og hins vegar Danir og Svíar. Króatar, sem ætluðu sér sigur á heimavelli, mæta Tékkum í leik um 5. sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert