Tékki markahæstur á EM

Ondrej Zdrahala er markahæstur á EM.
Ondrej Zdrahala er markahæstur á EM. AFP

Tékkinn Ondrej Zdrahala er markahæstur á Evrópumótinu í handknattleik sem lýkur í Króatíu á sunnudaginn þegar leikið verður til úrslita á mótinu.

Zdrahala hefur skorað 42 mörk og á eftir að spila einn leik, gegn Króötum í leiknum um 5. sætið á morgun. Tveir Norðmenn koma þar á eftir. Kristian Bjornsen hefur skorað 37 mörk og Sander Sagosen 32. Þeir hafa lokið leik á mótinu.

Serbinn Petar Nenadic er með 30 mörk og skorar ekki fleiri og fimmti markahæsti leikmaður mótsins er Daninn Mikkel Hansen með 29 mörk en hann á eftir að spila tvo leiki með danska liðinu á mótinu.

Sander Sagosen hefur gefið langflestar stoðsendingar á mótinu eða 38, Frakkinn Nikola Karabatic er með 26 og Slóveninn Miha Zarabec er með 23 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert