„Ég felldi tár“

Jim Gottfridsson í barátu við Henrik Toft Hansen í kvöld.
Jim Gottfridsson í barátu við Henrik Toft Hansen í kvöld. AFP

„Við stjórnuðum leiknum í 58 mínútur og spiluðum frábærlega í framlengingunni. Ég felldi tár eftir leikinn,“ sagði Jim Gottfridsson leikmaðurinn öflugi í liði Svía eftir sigurinn gegn Dönum í undanúrslitunum á Evrópumótinu í handknattleik í kvöld.

Svíar fögnuðu sigri eftir dramatískan framlengdan leik í Zagreb og mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

„Við verðum litla liðið í þeim leik. Spánn hefur öllu að tapa en við allt að vinna,“ sagði Gottfridsson sem skoraði 7 mörk fyrir Svía í kvöld.

Svíar hafa unnið Evrópumeistaratitilinn oftast allra liða eða fjórum sinnum en síðast fögnuðu þeir sigri á heimavelli 2002 eftir að hafa lagt Íslendinga að velli í undanúrslitunum í Globen höllinni í Stokkhólmi.



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert