Enn eitt áfallið fyrir Svía

Simon Jeppsson.
Simon Jeppsson. AFP

Það á ekki af sænska karlalandsliðinu í handknattleik að ganga því sænska handknattleikssambandið greindi frá því á twitter síðu sinni í kvöld að stórskyttan Simon Jeppsson geti ekki verið með í undanúrslitaleiknum gegn Dönum á EM sem er í þann mund að hefjast.

Jeppesen er með sýkingu í hálsi og verður fjarri góðu gamni í kvöld. Fyrr í dag bárust af því fregnir að Albin Lagergren markahæsti leikmaður Svía á mótinu spilar ekki meira með á EM en hann fékk heilahristing í leiknum gegn Norðmönnum í fyrrakvöld. Áður höfðu Svíar misst örvhentu skyttuna Johan Jacobson úr leik vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert