Það eru svo miklar tilfinningar

Kristján Andrésson.
Kristján Andrésson. AFP

Kristján Andrésson er svo sannarlega búinn að gera frábæra hluti með sænska landsliðið í handknattleik en lærisveinar hans tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum á Evrópumótinu í Króatíu með því að leggja Dani í æsispennandi framlengdum leik í undanúrslitum í Zabreb.

„Ég á engin orð til að lýsa þessum leik núna. Það er svo miklar tilfinningar. Markvarslan og varnarleikurinn gaf okkur tækifæri til að vinna leikinn,“ sagði Kristján eftir leikinn en Svíar mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Ljóst er að Kristján Andrésson verður fjórði íslenski þjálfarinn til að vinna til verðlauna á stórmóti. Hinir þrír eru Guðmundur Þórður Guðmundsson, Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson.

„Svíþjóð verðskuldaði að vinna leikinn. Þeir voru stundum tveimur skrefum á undan okkur og stundum aðeins litlu. Við börðust virkilega vel og gáfumst aldrei upp. En í hvert skipti sem við áttum möguleika á að nálgast þá gerði Palicka okkur lífið leitt. Hann var frábær hetja fyrir Svía,“Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana eftir leikinn. Þeir mæta Frökkum í leiknum um bronsverðlaunin á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert