Spánn Evrópumeistari í fyrsta skipti

Spánverjar fagna í leikslok.
Spánverjar fagna í leikslok. AFP

Spánn er Evrópumeistari karla í handbolta árið 2018 eftir 29:23-sigur á sænskum lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik í Zagreb Arena í kvöld. Spánn hefur fjórum sinnum endaði í 2. sæti á Evrópumóti, en þetta er þeirra fyrsti Evróputitill.

Svíar byrjuðu betur og komust snemma leiks í 7:4. Svíar héldu forskoti allt til loka hálfleiksins og var staðan 14:12 í hálfleik, Svíþjóð í vil. Í seinni hálfleik voru Spánverjar hins vegar mikið betri og skoraði sænska liðið aðeins tvö mörk á fyrstu 20 mínútum hálfleiksins. 

Spánverjar gengu á lagið og byggðu upp gott forskot sem skilaði þeim að lokum sigrinum. Ferrán Solé og David Romeu skoruðu fimm mörk hvor fyrir Spánverja og Jesper Nielsen skoraði fimm fyrir Svíþjóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert