Segir sektina vera brandara

Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen. AFP

Evrópska handknattleikssambandið sektaði í gær danska handknattleikssambandið um 4 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega hálfri milljón króna.

Sektin er til komin vegna þess að Mikkel Hansen, stórstjarna danska landsliðsins, er sakaður um að hafa ýtt við konu sem var ein af eftirlitsmönnum evrópska handknattleikssambandsins í hálfleik í viðureign Dana og Svía í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Króatíu.

Danska handknattleikssambandið hefur áfrýjað ákvörðun evrópska handknattleikssambandsins en sjálfur neitar Hansen sök og segir sektina vera brandara.

mbl.is