Guðni: „Mikið afrek“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á leiknum í kvöld.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á leiknum í kvöld. Ljósmynd/Forseti Íslands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal áhorfenda á leik Danmerkur og Íslands á EM í handbolta í Malmö í dag. Á Facebook-síðu embættisins segir hann að landsliðið eigi heiður skilinn og að stuðningur Íslendinga á pöllunum hafi verið meiri háttar.

Guðni er mikill handboltaaðdáandi og hluti af handboltafjölskyldu, en bróðir hans er Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður. Er því ekki að undra að Guðni hafi skellt sér til Svíþjóðar ti að fylgja eftir liðinu.

Í færslunni segir hann að auk liðsins eigi allt starfsfólkið í kringum hópinn heiður skilinn og ekki síst Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „Nú er það í hans verkahring að undirbúa þessa dáðadrengi fyrir næstu viðureign. Miðað við frammistöðu dagsins er engu að kvíða en allir mótherjar eru erfiðir í þessari keppni.“

Þá segir hann að stuðningsmenn Íslands hafi yfirgnæft mun fjölmennari hóp Dana á köflum í leiknum.

Guðni endar færsluna á hvatningarorðum til liðsins. „Koma svo, áfram Ísland!“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert