Danir kalla í Hans Óttar

Hans Óttar Lindberg skorar í landsleik.
Hans Óttar Lindberg skorar í landsleik. AFP

Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg hefur verið kallaður inn í leikmannahóp Dana á Evrópumótinu í handknattleik og tekur þar með þátt á enn einu stórmótinu, fertugur að aldri.

Hans Óttar, sem leikur með Füchse Berlín, er kallaður inn þar sem hornamaðurinn Johan Hansen, sem er færeyskur að uppruna, er meiddur á fæti. Hans, sem á íslenska foreldra, er einn reyndasti leikmaðurinn í sögu dansks handbolta og hefur verið afar sigursæll með Dönum í gegnum tíðina og var m.a. í heimsmeistaraliði þeirra árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert