Verðum að byrja á að vinna Ísland

Gísli Þorgeir Kristjánsson í baráttu við þrjá portúgalska leikmenn.
Gísli Þorgeir Kristjánsson í baráttu við þrjá portúgalska leikmenn. AFP

Leonel Fernandez, hornamaður portúgalska landsliðsins í handknattleik, segir að liðið verði að byrja Evrópumótið í Búdapest í kvöld á því að sigra Ísland.

„Við þekkjum vel til Íslendinga eftir nokkra leiki gegn þeim að undanförnu og það eru mikil gæði í liði þeirra. En samt finnst mér þegar ég horfi á liðin að við séum með styrk til þess að ná góðum úrslitum á móti þeim. Og ef við ætlum að komast langt í þessari keppni, lengra en í þessa riðlakeppni, verðum við að byrja mótið á sigri," sagði Fernandez við heimasíðu Evrópumótsins.

Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 19.30 í Búdapest í kvöld og verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is