Viktor Gísli átti bestu vörsluna

Viktor Gísli í leiknum gegn Portúgal.
Viktor Gísli í leiknum gegn Portúgal. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Víktor Gísli Hallgrímsson átti bestu markvörslu allra á öðrum degi Evrópumótsins í handbolta að marki mótshaldara er hann varði glæsilega frá Gilberto Duarte í hraðaupphlaupi í 28:24-sigri Íslands á Portúgal í Búdapest í gær.

Viktor leysi Björgvin Pál Gústavsson af hólmi um miðjan seinni hálfleik og komst mjög vel frá sínu. Fimmtu bestu vörsluna átti Gustavo Capdeville í marki Portúgals þegar hann varði frá Bjarka Má Elíssyni.

Fimm bestu vörslurnar á öðrum degi EM má sjá í myndskeiðinu hér fyrir neðan.

mbl.is