Einn kvöldleikur í milliriðlinum

Ísland mætir Danmörku í fyrsta leik í milliriðlinum klukkan 19.30 …
Ísland mætir Danmörku í fyrsta leik í milliriðlinum klukkan 19.30 á fimmtudagskvöldið. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Aðeins einn af fjórum leikjum Íslands í milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik er kvöldleikur.

Það er fyrsti leikurinn, gegn Dönum á fimmtudagskvöldið, en hann hefst klukkan 19.30 að íslenskum tíma.

Annar leikurinn, gegn Frökkum á laugardaginn, hefst klukkan 17.00.

Þriðji leikurinn, gegn Króötum á mánudaginn, 24. janúar, hefst klukkan 14.30.

Fjórði og síðasti leikurinn, gegn Svartfellingum á miðvikudaginn, 26. janúar, hefst klukkan 14.30.

mbl.is