Ísland mætir Danmörku á fimmtudag

Íslenska liðið mætir Dönum í næsta leik.
Íslenska liðið mætir Dönum í næsta leik. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ísland er komið áfram í milliriðil með sigrinum á Ungverjum í dag og það þýðir að Danir eru næstu mótherjar í Búdapest á fimmtudaginn.

Danir eru af mörgum taldir sigurstranglegasta liðið á mótinu en þeir unnu Svartfjallaland, Slóveníu og Norður-Makedóníu með samtals 30 marka mun í A-riðli mótsins og tóku með sér níu marka sigur gegn Svartfjallalandi.

Ísland mætir síðan Frakklandi á laugardaginn 22. janúar, Króatíu mánudaginn 24. janúar og loks Svartfjallalandi miðvikudaginn 26. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert