Anton smitaður - Jónas farinn heim

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson.
Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hefur lokið þátttöku á EM karla í handknattleik í Ungverjalandi og Slóvakíu. 

Anton Gylfi Pálsson smitaðist af kórónuveirunni og er nú í einangrun á hóteli. Jónas hélt heim til Íslands af þeim sökum og slapp við smit. 

Anton greinir frá þessu á samfélagsmiðlum í dag og lætur vel af sér en segir þetta skiljanlega vera vonbrigði fyrir þá félagana. mbl.is