Gísli Þorgeir er einnig smitaður

Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sjötti leikmaðurinn í íslenska landsliðinu í handknattleik hefur bæst við þá sem eru smitaðir af kórónuveirunni. 

Leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson er einnig smitaður af veirunni en það kom í ljóst í dag. HSÍ skýrði frá þessu í tilkynningu rétt í þessu. 

Ísland verður þá einungis með fjórtán leikmenn á skýrslu í leiknum af þeim tuttugu sem komu til Ungverjalands. Þar af eru tveir markverðir. Af tólf útileikmönnum eru fimm örvhentir. 

Gísli Þorgeir er sjötti leikmaður liðsins sem greinist með veiruna á minna en sólahring en þeir Björgvin Páll Gústafsson, Elvar Örn Jónsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson hafa allir greinst með veiruna.

mbl.is