Greindist með veiruna en spilar í dag

David Mandic í leik Króatíu og Frakklands á fyrsta leikdegi …
David Mandic í leik Króatíu og Frakklands á fyrsta leikdegi Evrópumótsins. AFP

David Mandic, hornamaður króatíska landsliðsins í handknattleik, er í leikmannahópnum fyrir leik liðsins við Svartfjallaland í milliriðli Evrópumótsins í Búdapest í dag, þó hann hafi greinst með kórónuveiruna í fyrradag.

Samkvæmt reglum mótsins þurfa leikmenn sem greinast með veiruna að fara í einangrun í minnst fimm daga og skila neikvæðum PCR-prófum tvo daga í röð til þess að vera gjaldgengir í mótið á ný.

Ekki liggur fyrir hversvegna Mandic er með en hann kemur inn í hópinn fyrir Valentino Ravnic.

Þá eru Mirko Alilovic, Ivan Sliskovic og Veron Nacinovic komnir inn í hópinn fyrir Zeljko Musa, Mate Sunjic og Nikola Grahovac sem greindust smitaðir af veirunni í fyrradag.

mbl.is