Ísland með nýjan leikmann á heimsmælikvarða

Ómar Ingi Magnússon skorar gegn Hollendingum.
Ómar Ingi Magnússon skorar gegn Hollendingum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Bjarte Myrhol, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Norðmanna, telur að Ísland sé komið með nýjan leikmann á heimsmælikvarða sem hafi látið til sín taka á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Myrhol fór yfir öll liðin fyrir vef Norsk Tippning og sagði þar um Ísland.

„Íslendingar hafa unnið alla sína leiki. Rétt eins og Hollendingar spila þeir ótrúlega hraðan og góðan handbolta. Þeir eru komnir með hægri skyttu á heimsmælikvarða í Ómari Inga Magnússyni og Gísli Kristjánsson ógnar endalaust. Stórstjarnan Aron Pálmarsson hefur öllum að óvörum verið slakastur af útispilurunum. Hornameinnirnir Sigvaldi Guðjónsson og Bjarki Elísson eru mjög sannfærandi. Ísland undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar er það lið sem gæti stolið undanúrslitasæti af Frakklandi eða Danmörku."

Um Ómar segir hann síðan sérstaklega: „Hann er einstaklega góðar handboltamaður. Skorar mörk, gefur stoðsendingar, sækir vítaköst og skorar líka úr þeim. Leikmaður sem maður verður að hafa í sínu draumaliði."

Rétt er að taka fram að þetta birtist áður en ljóst var að Aron og Bjarki hefðu smitast af kórónuveirunni.

mbl.is