Tveir leikmenn Vals kallaðir inn í landsliðið

Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson fagna.
Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson fagna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur ákveðið að kalla í tvo leikmenn til að koma inn í landsliðið á EM. 

Koma þeir báðir frá Íslandi en það eru þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson leikmenn Íslands- og bikarmeistara Vals. 

Tekin var ákvörðun í dag um að bæta við mönnum og þeir koma því væntanlega til Búdapest á morgun. Ísland leikur gegn Frakklandi á laugardaginn.  

mbl.is