Björgvin sendir Ungverjum tóninn

Björgvin Páll fagnar sigrinum gegn Portúgal í fyrsta leiknum í …
Björgvin Páll fagnar sigrinum gegn Portúgal í fyrsta leiknum í Búdapest. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handknattleik sendir Ungverjum tóninn úr einangrun sinni á hótelinu í Búdapest.

Björgvin er einn íslensku landsliðsmanna sex sem greindust með kórónuveiruna fyrir leikinn gegn Dönum og missir líka af leiknum gegn Frökkum á morgun.

Slakasta frammistaða heimaþjóðar á stórmóti frá upphafi, innan vallar sem utan, segir Björgvin m.a. í Twitterfærslu sinni í dag.

mbl.is