Enginn vill vinna á þennan hátt

Nikolaj Jacobsen kallar á sína menn í leiknum gegn Íslandi …
Nikolaj Jacobsen kallar á sína menn í leiknum gegn Íslandi í gærkvöld. AFP

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari dönsku heimsmeistaranna og heimsklassahornamaður á árum áður, kom drengilega fram á blaðamannafundi í gærkvöld eftir að Danir unnu Íslendinga 28:24 á Evrópumótinu í handboltaí Búdapest.

„Enginn vill vinna á þennan hátt. Íslenska liðið lék mjög skemmtilegan handbolta í riðlakeppninni en nú vantaði marga leikmenn hjá þeim vegna veirunnar. Ég óska íslenska liðinu velgengni og vonast til þess að þeirra menn sem eru smitaðir geti snúið aftur í keppninni,“ sagði Jacobsen.

mbl.is