Frakkar án þjálfarans gegn Íslandi

Guillaume Gille segir frönsku leikmönnunum til í leiknum við Holland …
Guillaume Gille segir frönsku leikmönnunum til í leiknum við Holland í gær. Hann kemur ekki nálægt þeim fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. AFP

Kórónuveiran er farin að stríða Frökkum, mótherjum Íslendinga á Evrópumótinu í handknattleik í Búdapest á morgun.

Guillaume Gille, þjálfari franska landsliðsins, greindist með veiruna í dag og er kominn í einangrun. Aðstoðarþjálfarinn Erick Mathé mun stýra franska liðinu á morgun.

Áður hafði varnarmaðurinn Karl Konan greinst jákvæður. Hann var ekki með Frökkum gegn Hollendingum og verður heldur ekki með gegn Íslandi.

mbl.is