Lýsir leikjum Íslands úr einangrun

Íslenska karlalandsliðið mætir Frakklandi á morgun í milliriðli I í …
Íslenska karlalandsliðið mætir Frakklandi á morgun í milliriðli I í Búdapest. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, greindist með kórónuveiruna í dag. RÚV greindi fyrst frá.

Einar Örn er nú staddur í Búdapest þar sem hann hefur fjallað um Evrópumót karla sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu fyrir ríkisfjölmiðilinn.

Þá hefur hann lýst öllum leikjum ísenska liðsins á mótinu á RÚV, líkt og hann hefur gert undanfarin ár.

„Nú þarf ég að vera á hóteli í fimm daga, skila tveimur neikvæðum testum og þá gæti ég losnað,“ segir Einar Örn í samtali við RÚV en hann mun lýsa næstu leikjum Íslands í milliriðli I af hótelherbergi sínu.

Það er alveg hægt að redda því og við ætlum að láta koma með græjuna hingað,“ sagði Einar Örn meðal annars í samtali við RÚV. 

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður.
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrverandi landsliðsmaður. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina