Tveir Haukamenn í íslenska hópinn

Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson á leiðinni til Búdapest.
Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson á leiðinni til Búdapest. Ljósmynd/Haukar

Haukamennirnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson hafa verið kallaðir inn í íslenska landsliðshópinn í handbolta.

Átta leikmenn voru fjarverandi er Ísland vann magnaðan 29:21-sigur á Frakklandi á EM í dag vegna kórónuveirunnar.

Haukar greindu frá á samfélagsmiðlum sínum í dag. Áður höfðu Valsmennirnir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon verið kallaðir í hópinn og voru þeir í leikmannahópnum gegn Frakklandi. 

Ísland er í öðru sæti milliriðils I með fjögur stig eftir sigurinn glæsilega í dag en Danir eru í toppsætinu með sex stig.

mbl.is