Eitt smit til viðbótar hjá Íslandi

Daníel Þór Ingason, númer 19, hefur greinst með kórónuveiruna.
Daníel Þór Ingason, númer 19, hefur greinst með kórónuveiruna. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Í hraðprófi sem tekið var í hádeginu í dag greindist Daníel Þór Ingason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, með jákvætt próf vegna kórónuveirunnar og er beðið eftir niðurstöðu PCR-prófs.

PCR-próf liðsins í gærkvöldi voru öll neikvæð ef frá eru taldir þeir níu sem voru í einangrun.

Níu leikmenn og einn starfsmaður liðsins hafa þá greinst síðustu daga og eru í einangrun.

Smitaðir leikmenn landsliðsins eru þeir Aron Pálmarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Daníel Þór Ingason, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason og Ólafur Andrés Guðmundsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina