„Stjarna er fædd“

Björgvin Páll Gústavsson eftir leikinn gegn Hollandi fyrr á EM.
Björgvin Páll Gústavsson eftir leikinn gegn Hollandi fyrr á EM. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Óhætt er að segja að Björgvin Páll Gústavsson, einn markvarða íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hafi verið ánægður með kollega sinn Viktor Gísla Hallgrímsson þegar sá síðarnefndi átti leik lífs síns í mögnuðum stórsigri Íslands á ólympíumeisturum Frakklands á EM 2022 í gær.

Björgvin Páll gat ekki tekið þátt í leiknum þar sem hann er einn átta leikmanna íslenska liðsins sem er smitaður af kórónuveirunni og fylgdist því með leiknum af hótelherbergi sínu í Búdapest, þar sem hann er í einangrun.

„Þetta er það ruglaðasta sem ég hef séð. Stjarna er fædd,“ skrifaði Björgvin Páll á twitteraðgangi sínum í gær eftir að Viktor Gísli varði 15. skot sitt í blálokin á stórkostlegum 29:21-sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert