Björgvin Páll laus úr einangrun

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Björgvin Páll Gústavsson, markmaður karlalandsliðs Íslands í handbolta, er laus úr einangrun vegna kórónuveirunnar.

Frá þessu greinir hann á Facebook og segist hlakka til viðureignar Íslands við Króatíu á eftir. Leikurinn hefst klukkan 14.30 og verður í beinni lýsingu á mbl.is.

Björgvin er einn þeirra leikmanna landsliðsins sem þurftu í einangrun eftir að hafa smitast. Hann er nú laus og beðið er fregna af öðrum leikmönnum liðsins sem greindust sama dag og Björgvin; Elvari Erni Jónssyni og Ólafi Andrési Guðmundssyni

mbl.is