Fleiri smit hjá Þýskalandi

Alfreð Gíslason þjálfar þýska karlalandsliðið í handknattleik.
Alfreð Gíslason þjálfar þýska karlalandsliðið í handknattleik. AFP

Tveir leikmenn þýska karlalandsliðsins í handknattleik greindust með kórónuveiruna í morgun. Þetta tilkynnti þýska handknattleikssambandið á samfélagsmiðlum sínum.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Patrick Wiencek og Simon Ernst og eru þeir nú báðir á heimleið frá Bratislava þar sem þýska liðið hefur dvalið á Evrópumótinu sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Alls hafa fjórtán leikmenn þýska liðsins greinst með veiruna síðan HM hófst hinn 13. janúar en Þjóðverjar eru með 2 stig í milliriðli II og eiga ekki möguleika á því að fara áfram í undanúrslit keppninnar.

Alfreð Gíslason er þjálfari þýska karlalandsliðsins en liðið fór með sigur af hólmi í D-riðli riðlakeppninnar og fór áfram í milliriðlakeppnina með fullt hús stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert