„Thank you Iceland“

Fyrirliðinn Ýmir Örn Gíslason skorar af línunni gegn Króötum í …
Fyrirliðinn Ýmir Örn Gíslason skorar af línunni gegn Króötum í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Stuðningsmenn króatíska handboltalandsliðsins hér á EM í Búdapest kunna sig. 

Króatar sem sitja á fremsta bekk fyrir aftan annað markið í leik Íslands og Króatíu mættu með stóran borða og sýndu hann þegar þjóðsöngvarnir voru spilaðir í aðdraganda leiksins. 

Á borðanum stóð: Thank you Iceland. Croats will never forget. Svo fylgdi dagsetning frá árinu 1991.

Eða: Takk Ísland. Króatar munu aldrei gleyma.

Hér er augljóslega verið að vísa til sjálfstæðisyfirlýsingar Króata þegar gamla Júgóslavía var að gliðna í sundur snemma á tíunda áratugnum. 

Ríkisstjórn Íslands var á meðal fyrstu þjóða í heimi sem sendu frá sér stuðningsyfirlýsingu í sjálfstæðisbaráttu Króata eða viðurkenningu á sjálfstæði eins og það er gjarnan orðað. 

mbl.is