Þrjár breytingar fyrir Króatíuleikinn í dag

Björgvin Páll Gústavsson er með á ný.
Björgvin Páll Gústavsson er með á ný. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari gerir þrjár breytingar á landsliðshópnum í handknattleik fyrir leikinn gegn Króatíu á EM í Búdapest í dag.

Hann hefur áfram bara fjórtán leikmenn til umráða í stað sextán. Björgvin Páll Gústavsson markvörður má spila á ný eftir að hafa losnað úr einangrun og kemur í stað Ágústs Elís Björgvinssonar. Björgvin leikur sinn 240. landsleik í dag en hann er langleikjahæstur í íslenska liðinu.

Þá koma nýliðarnir Darri Aronsson og Þráinn Orri Jónsson fyrir þá Daníel Þór Ingason og Vigni Stefánsson sem eru komnir í einangrun.

Auk Daníels og Vignis eru sjö leikmenn ekki leikfærir vegna einangrunar. Það eru Aron Pálmarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason og Ólafur Andrés Guðmundsson.

Þessir spila í dag:

Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
Darri Aronsson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Ásgeirsson
Kristján Örn Kristjánsson
Magnús Óli Magnússon
Orri Freyr Þorkelsson
Ómar Ingi Magnússon
Sigvaldi Björn Guðjónsson
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason
Þráinn Orri Jónsson

mbl.is