Markahæstur þó hann hafi misst af leik

Kay Smits hefur skorað níu mörk að meðaltali í leik …
Kay Smits hefur skorað níu mörk að meðaltali í leik fyrir Hollendinga á EM. AFP

Þó Hollendingurinn Kay Smits hafi misst af leik liðsins gegn Dönum á Evrópumóti karla í handknattleik í gær er hann áfram markahæsti leikmaður mótsins.

Smits skoraði 45 mörk í fyrstu fimm leikjum Hollendinga, níu að meðaltali í leik, en síðan greindist hann smitaður af kórónuveirunni og hefur því að óbreyttu lokið keppni á mótinu.

Hann er enn með fimm marka forskot á næsta mann sem er Arkadiusz Moryto en hann hefur skorað 40 mörk í sex leikjum Pólverja og spilar sinn síðasta leik í dag þegar þeir mæta Spánverjum.

Mikkel Hansen er þriðji en hann hefur skorað 39 mörk í sex leikjum fyrir Dani.

Ómar Ingi Magnússon, Sebastian Barthold frá Noregi, Branko Vujovic frá Svartfjallalandi og Hampus Wanne deila síðan fjórða sæti markalistans en þeir hafa skorað 38 mörk hver og hafa allir spilað sex leiki.

Eins og staðan er núna á mótinu er líklegast að það verið einhver ef þessum fimm síðasttöldu sem hreppi markakóngstitilinn þegar upp verður staðið.

mbl.is