„Nú þurfum við að treysta á aðra“

Sigvaldi Björn skorar úr hraðaupphlaupi gegn Króötum.
Sigvaldi Björn skorar úr hraðaupphlaupi gegn Króötum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Þessi úrslit eru ógeðslega svekkjandi,“ sagði hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson þegar mbl.is ræddi við hann eftir leikinn gegn Króatíu á EM í handknattleik í Búdapest.

Sigvaldi skoraði fimm mörk í leiknum en það dugði ekki því Króatía vann naumlega 23:22.

„Mér fannst að við hefðum átt að vinna þennan leik. Þess vegna er þetta enn meira svekkjandi. Við áttum möguleika á að koma okkur í góða stöðu með því að vinna tvo síðustu leikina í milliriðlinum. En nú þurfum við að treysta á aðra til að eiga möguleika að komast í undanúrslitin.“

Sigvaldi Björn hefur verið atkvæðamikill á EM.
Sigvaldi Björn hefur verið atkvæðamikill á EM. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sigvaldi hefur leikið alla sex leikina til þessa í mótinu og hefur fengið mjög litla hvíld en Teitur leysti hann stuttlega af á móti Dönum. Finnur Sigvaldi ekki fyrir þreytu?

„Auðvitað er maður þreyttur en maður vill spila og maður þarf  að hugsa vel um sig,“ sagði Sigvaldi Björn við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert