Spennuþátturinn: „Smit dagsins“

Aron Pálmarsson gæti losnað úr einangrun í dag.
Aron Pálmarsson gæti losnað úr einangrun í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hvernig verður liðið sem Guðmundur Guðmundsson stillir upp í lokaumferð milliriðlakeppninnar á EM í Búdapest á morgun þegar Ísland mætir Svartfjallalandi?

„Smit dagsins“ hefur verið mesti spennuþátturinn á mótinu. Hverjir verða sendir í einangrun í dag? Hverjir komast neikvæðir í gegnum skimun dagsins og geta spilað næstu leiki? Þetta minnir meira á „raunveruleikaþætti“ en handboltamót.

Nú er ekki síður spennandi að sjá hverjir losna úr einangrun og mega spila næsta leik. Við Íslendingar bíðum eftir fregnum af því hvort Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson bætist í hópinn fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi á morgun.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert