Tveir leikmenn Íslands í einangrun

Elliði Snær Viðarsson fékk jákvætt hraðpróf í morgun.
Elliði Snær Viðarsson fékk jákvætt hraðpróf í morgun. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Tveir leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik greindust með jákvæð hraðpróf fyrir kórónuveirunni í morgun og eru komnir í einangrun.

Björgvin Páll Gústavsson er aftur kominn í einangrun eftir að hafa losnað fyrir leikinn gegn Króötum og Elliði Snær Viðarsson greindist einnig jákvæður í morgun. Þeir bíða nú eftir niðurstöðu úr PCR-prófi.

mbl.is