Aron, Bjarki og Elvar með í dag

Aron Pálmarsson er laus úr einangrun.
Aron Pálmarsson er laus úr einangrun. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson eru lausir úr einangrun og geta leikið með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn Svartfjallalandi á Evrópumótinu í Búdapest í dag.

Þetta er að sjálfsögðu mikill liðsauki fyrir íslenska liðið sem eygir möguleika á sæti í undanúrslitum mótsins með sigri í dag en leikurinn hefst klukkan 14.30.

Í tilkynningu HSÍ segir að önnur PCR-próf liðsins í dag hafi reynst neikvæð, sem og hraðpróf dagsins. Þar með er það þá aðeins Elliði Snær Viðarsson sem dettur út úr hópnum frá leiknum við Króata en hann fór í einangrun með jákvætt smit í gær.

mbl.is