Þjálfari Dana: Svekkjandi því við spiluðum vel

Nikolaj Jacobsen fer yfir málin í leikhléi í kvöld.
Nikolaj Jacobsen fer yfir málin í leikhléi í kvöld. AFP

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, sagði sína menn hafa leikið vel í leiknum gegn Frökkum í kvöld í lokaumferð keppninnar í milliriðli á EM í Búdapest. 

„Þetta er svekkjandi því mér fannst við spila vel. Við spiluðum raunar frábærlega þar til tólf mínútur eða svo voru eftir af leiknum. Þá gáfum við eftir. Það slitnaði of mikið á milli manna í miðri vörninni og fyrir vikið réðum við ekki við Dika Mem. En margir í mínu liði sýndu virkilega góða frammistöðu eins og Jacob Holm,“ sagði Jacobsen á blaðamannafundi í MVM Dome í Búdapest í kvöld. 

Holm sem leikur með Füchse Berlín í Þýskalandi var einnig á fundinum. Hann hafði ekki mörg orð um leikinn en sagði að Danir hefðu orðið of ragir á lokakaflanum. Það hafi ráðið úrslitum í því að Frakkar komust yfir og unnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert