Fimm Íslendingar tilnefndir í úrvalslið EM

Ómar Ingi Magnússon er einn af sex sem koma til …
Ómar Ingi Magnússon er einn af sex sem koma til greina sem hægri skytta í úrvalslið mótsins. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Fimm íslenskir leikmenn eru í hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið í kosningu á úrvalsliði Evrópumóts karla í handknattleik.

Tilnefndir eru sex leikmenn í hverri stöðu þannig að líkurnar á að ná manni inn eru ekki miklar en Íslendingarnir koma til greina í fimm stöður af átta sem kosið er um.

Viktor Gísli Hallgrímsson er tilnefndur sem markvörður.

Bjarki Már Elísson er tilnefndur sem vinstri hornamaður.

Ómar Ingi Magnússon er tilnefndur sem hægri skytta.

Sigvaldi Björn Guðjónsson er tilnefndur sem hægri hornamaður.

Ýmir Örn Gíslason er tilnefndur sem varnarmaður.

Hér má sjá alla sem eru tilnefndir og hvernig hægt er að greiða atkvæði í kjörinu á liði mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert