Gengið verið lyginni líkast

Íslenska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á EM 2022 þrátt …
Íslenska landsliðið hefur staðið sig frábærlega á EM 2022 þrátt fyrir mikið mótlæti. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Gengi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur verið lyginni líkast. Vissulega voru væntingarnar fyrir mótið miklar enda orðið ansi langt síðan að liðið var jafn vel mannað og það er í dag. Það er oft talað um brekkur í íþróttum, þegar á móti blæs, en það er eflaust réttara að tala um fjall, jafnvel Mt. Everest, í tilfelli íslenska liðsins á Evrópumótinu.

Hver lykilmaðurinn á fætur öðrum hefur helst úr lestinni vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa ellefu leikmenn greinst með veiruna og allt leikmenn sem voru í stórum hlutverkum.

Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig leikmannahópurinn og þjálfarateymið hafa tekist á við allt mótlætið. Ég spjallaði við Bjarka Má Elísson, hornamann liðsins, stuttu eftir að hann greindist með kórónuveiruna og hann talaði sjálfur um að hann hefði aldrei upplifað jafn mikla trú og sjálfstraust innan hópsins síðan hann byrjaði að spila með landsliðinu árið 2012.

Bakvörð Bjarna má lesa í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »