Berjumst til síðasta blóðdropa

Ýmir Örn Gíslason lætur í sér heyra í dag.
Ýmir Örn Gíslason lætur í sér heyra í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við berjumst til síðasta blóðdropa í dag. Þetta var rosalega svekkjandi og erfitt að ná utan um þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handbolta, í samtali við RÚV eftir 33:34-tap fyrir Noregi í leik um fimmta sætið á EM í dag.

Norðmenn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik en íslenska liðið neitaði að gefast upp og tókst að jafna og komast yfir. Að lokum unnu Norðmenn þó í framlengingu.

„Það er einkenni okkar að við gefumst aldrei upp, sama hvernig leikjum við erum í. Við erum 16 leikmenn í hóp (vonandi) og þeir eru allir klárir til að gefa gjörsamlega allt í þetta í 60 mínútur og ef það er framlenging er ekki spurt tvisvar um.“

Mótið er það besta hjá landsliðinu í dágóðan tíma og Ýmir segir menn vilja ná enn lengra. „Það eru allir sammála um það í þessu liði að við ætlum lengra á næstu árum og við munum gera það,“ sagði Ýmir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert