Kennir sjálfum sér um tap Dana

Nikolaj Jacobsen kennir sér um tapið í gær.
Nikolaj Jacobsen kennir sér um tapið í gær. AFP

Danmörk missti af sæti í úrslitaleik EM karla í handbolta í gær er liðið tapaði fyrir Spáni, 25:29, í undanúrslitum í Búdapest. Danir voru sigurstranglegri fyrir leik hjá veðbönkum og kom tapið dönskum fjölmiðlum á borð við BT á óvart.

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana, tekur tapið á sig. „Við fundum ekki lausnir og ég tek það á mig,“ sagði Jacobsen við BT. „Við náðum ekki góðu flæði í sóknarleikinn og Spánverjar gerðu vel í að loka á okkur,“ bætti hann við.

„Ég veit ekki hvað við hefðum átt að gera öðruvísi. Við reyndum margt en það gekk ekki upp. Við gáfum Mads Mensah, Rasmus Lauge og Jacob Holm tækifærið til að stýra sókninni og svo reyndum við sjö á sex. Við reyndum hvað við gátum,“ bætti sá danski við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert