Landin: „Ég er ótrúlega vonsvikinn“

Niklas Landin.
Niklas Landin. AFP

Niklas Landin, markvörður og fyrirliði danska handboltalandsliðsins var vonsvikinn með frammistöðu síns liðs í undanúrslitaleiknum gegn Spáni í gær.

Landin byrjaði vel í marki Dana en náði ekki að halda dampi og að lokum var varamarkmaðurinn Kevin Möller kominn inná.

„Ég er ótrúlega vonsvikinn, vonsvikinn með sjálfan mig. Við vildum meira en við gerðum í dag og náðum ekki að standast væntingar í svona stórum leik.“

„Ég tek ekkert af Spánverjunum. Við áttum engin svör við varnarleiknum þeirra sem varð til þess að Perez de Vargas lokaði markinu. Við höfum verið góðir sóknarlega án bolta í mótinu en vorum það alls ekki í þessum leik, við vorum allt of staðir.“

Danir mæta Frökkum í leik um bronsverðlaun á morgun.

„Það er himinn og haf á milli þess að ferðast heim með medalíu eða ekki,“ sagði Landin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert